top of page

HVAÐ ERU NBI-GREININGAR?

Neethling hugmælitækin (NBI™)

NBI™ var þróað eftir viðamikla alþjóðlega rannsókn á virkni vinstri/hægri hluta heilans, upp úr árinu 1980. Kobus Neethling þróaði fyrsta NBI™- mælitækið fyrir fullorðna, undir rannsóknarhandleiðslu Pauls Torrance prófessors við Háskólann í Georgíu. Hann beitti síðan svipuðum aðferðum (eins og lýst er í rannsóknaskjölunum) til að þróa ýmsa aðra hugmæla.

 

Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum.

 

Nú eru til 17 mismunandi NB-hugsnið til fjölbreytilegra persónulegra og viðskiptalegra nota. Verið er að rannsaka og þróa fleiri.

 

Sum greiningartækin hafa verið þróuð sérstaklega fyrir íþróttir sem ekki eru stundaðar hér á landi svo sem ruðning og krikket og eru og verða þar af leiðandi ekki í boði hjá okkur.

 

NBI í fáum orðum

Heildarhugsstjórnun hófst árið 1981 með gerð hugsniða sem byggðust á rannsóknum Nóbelsverðlaunahafans Rogers Sperrys á eðli og ferlum heilans. Sperry komst að því að lífeðlisfræðilega samanstendur heilinn af tveimur helmingum, eða heilahvelum, þar sem hvort hvel stýrir hreyfingum og sjón hinumegin í líkamanum.

 

Sperry uppgötvaði að hvort heilahvel gegndi sérgreindu hlutverki. Síðan hefur komið í ljós að flestir kjósa virkni annars heilahvelsins framyfir hitt.

 

Á grundvelli starfs Pauls Torrance höfum við komist að því að skipta má vinstra og hægra heilahveli í tvo flokka, sem þýðir að heilinn skiptist í fjóra fjórðunga, tvo vinstra megin (L1 og L2) og tvo hægra megin (R1 og R2). Gjörðir einstaklingsins ráðast af því hvaða heilafjórðungur er ríkjandi.

 

Þegar unnið er að Hugsniði sínu getur komið í ljós að þó maður sé sterk(ur) í ákveðnum fjórðungi þá þarf maður ekki að tengjast jafnsterkt öllum ferlunum í honum. Jafnvel að maður hneigist lítið eða miðlungi mikið að öðrum ferlum í þeim fjórðungi. Þetta hefur komið í ljós í nýjustu rannsóknum. Hver fjórðungur skiptist a.m.k. í tvo hluta og maður getur verið sterk(ur) í öðrum og veikur í hinum eða jafnsterk(ur) í báðum.

 

Átta auðskiljanlegar víddir NBI

Núna er vitað að innan fjórðunganna hefur heilinn í raun átta víddir.Víddirnar tvær sem tengjast L1-fjórðungnum eru Raunsæismaðurinn (sem kýs skýra hugsun, nákvæmni og ítarleika) og Greinandinn (sem vill komast að kjarna hlutanna og grafa dýpra). Í L2-fjórðungnum er sá Trausti (sem kýs hefðbundnar aðferðir og kann að meta reglur og reglugerðir) og Skipuleggjarinn (sem kýs að skipuleggja, koma lagi á og flokka). Í R2-fjórðungnum er sá Félagslyndi/Tengslamyndarinn (sem vill gjarnan mynda tengsl og hitta fólk) og sá Samúðarfulli (sem vill gjarnan aðstoða og rétta öðrum hjálparhönd). Loks er í R1-fjórðungnum að finna þann Ráðsnjalla (sem spáir og sýnir herkænsku) og Draumóramanninn/Ímyndarann (sem hugsar í myndum og kemur oft með fjarstæðukenndar hugmyndir).

 

NBI og viðskipti

Hvaða erindi á heildarhugsun við viðskipti? Það er einfaldlega svo að fyrirtæki sem getur virkjað allan heilann - Það sem við köllum heildarhugsherkænsku - getur hámarkað árangur sinn.

 

Grunnvíddirnar fjórar

L1 (blár) er rökvís, greinandi og hugsar um niðurstöður, tekur ákvarðanir sem byggjast á staðreyndum og beinast að líðandi stund; hann sýnir litlar tilfinningar og vill að hlutirnir séu gerðir á sinn hátt. Þetta er fólkið í fyrirtækinu sem kemur með allar niðurstöðu/upplýsingarnar sem eru nauðsynlegar til að styðja við hugmyndir annarra.

 

L2 (grænn) vill að hlutirnir séu mjög ítarlegir, skipulagðir og traustir. Þetta eru jarðbundnar manneskjur sem tala skýrt og með ótvíræðu orðalagi. L2 trúa á hagnýtar spurningar og vandvirknislega áætlanagerð; Þau forðast áhættu og eru góð í að útfæra hugmyndir. Þetta er fólkið sem skarar fram úr í að þróa áætlanir og fyrirtækjakerfi sem eru nauðsynleg til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

 

R1 (gulur) fylgir innsæi sínu og er ævintýragjarn. Tekur áhættu og leiðist smáatriði og tölfræði; vilja gjarnan skemmta sér og eru fljótir að missa áhugann. R1 eru ráðsnjallir og draga upp heildarmynd; í fyrirtækinu eru þeir uppspretta framtíðarmiðaðra, herkænskulegra hugmynda sem leiða félagið að jaðri hins möguleika og lengra.

 

R2-fólk (rauðir) er samvinnufúsir, teymismiðaðir einstaklingar sem hafa þroskuð gildiskerfi, eru tillitssamir, næmir í nálgun sinni og eru hópsálir. R2-einstaklingar eru snjallir í samskiptum, skapa skilning og sátt og miðla hugmyndum, staðreyndum og áætlunum á réttan hátt til að fá stuðning og framkalla eldmóð.

Kanski viltu eina tegund af fólki framyfir aðra, en staðreyndin er sú að besta leiðin til að auka árangur fyrirtækisins er að virkja allar gerðir.

Heildarhugsun

Allt sem við gerum byrjar í heilanum - það hvernig við hugsum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar - það veltur allt á því hvernig við hugsum! Og við hneigjumst öll til að hugsa á ákveðna vegu.

 

Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir eru gefnir fyrir smáatriði, aðrir vilja sjá heildarmyndina.

 

Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu - þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.

 

 

Til að skilja heilasnið okkar - þurfum við að nota rétt vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið Neethling hugmælitækið sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og hugmyndir um heildarhugsun

Fræðilegur bakgrunnur

Lífeðlisfræðilega samanstendur heilinn af tveimur helmingum eða heilahvelum. Hvort heilahvel stýrir hreyfingum og sjón hinumegin í líkamanum. Vísindamenn komust snemma að því að mannsheilinn samanstendur af milljónum lítilla fruma sem kallast taugafrumur. Hver þessara fruma hefur miðlægan kjarna og taugaþræði sem teygja sig út frá honum líkt og kolkrabbi. Pjotr Anokhin prófessor (nemandi Pavlovs) komst að því að það er ekki frumufjöldinn sem ákvarðar greind og sköpunargetu, heldur geta heilans að búa til nýjar tengingar og skapa þannig ný kerfi og mynstur.

 

Árið 1981 hlaut Roger Sperry Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði „fyrir uppgötvanir sínar um starfræna sérhæfingu heilahvelanna“. Sperry, nemandi hans Michæl Gazzinga og taugaskurðlæknirinn Joseph Bogden, framkvæmdu fyrstu „heilaskiptingar aðgerðina“ og má þakka þeim sumar mikilvægustu upplýsingarnar sem við höfum um lífeðlisfræði heilans í dag.

 

Eftir fyrstu vel heppnuðu „heilaskiptingar“-aðgerðina á sjúklingi sem þjáðist af alvarlegri flogaveiki voru svipaðar aðgerðir framkvæmdar á mörgum öðrum sjúklingum. Aðgerðin felur í sér að klippt er á hvelatengslin, sem eru helsta tengingin milli vinstri og hægri heilahvela.

 

Hvelatengslin samanstanda af yfir 200 milljónum taugatrefja. Án þessa sambands vinnur hvort heilahvel nánast sjálfstætt, að mestu óvitandi um hitt hvelið. Aðgerð Sperrys gerði kleift, í fyrsta sinn, að kanna aðgreind hlutverk heilahvelanna tveggja. Fjölmargar tilraunir komu í kjölfar árangurs Sperrys og beindust að mestu leyti að því að finna hugsunarferla sem tengdust hvoru heilahveli.

 

Sperry uppgötvaði að hvort heilahvel hafði sitt sérgreinda hlutverk, sem staðfesti tilgátu sem hafði verið uppi í allmörg ár. Sperry sagði: „Hvort heilahvel virðist búa yfir sínum eigin huga“. Áþreifanlegt dæmi um þetta kom fram þegar einn sjúklinga Sperrys tók að rífast við konu sína. Sjúklingurinn teygði fram aðra höndina til að þrífa í hana, en öllum að óvörum greip þá hin höndin strax í árásargjörnu höndina.

 

Þótt meðalmanneskja þurfi ekki að glíma við þessháttar öfgakennda hegðun (aðallega vegna þess að hvelatengslin eru yfirleitt á sínum stað), hefur orðið ljóst að flest okkar kjósa hlutverk og ferli annars heilahvelsins framyfir hitt.

 

NBI™ Mælitækið þróast

 

Ned Herrmann þróaði fyrsta fjórðunga mælitækið árið 1981. Rannsóknir Herrmanns á heilaskiptingar-rannsóknum Sperrys og hinu „þríeina heilalíkani“ Pauls McLeans leiddi af sér samsetningarkenningu sem byggist á hliðstæðulíkani af fjórum fjórðungum.

 

Kobus Neethling komst að því, á grunni starfs Herrmanns og Pauls Torrance, að skipta mætti bæði vinstri og hægri heila-ferlunum (sem Sperry flokkaði upprunalega) í tvo flokka og skipti þar með heilanum í raun í fjóra fjórðunga.

 

Árin 1988-1991 voru 2.000 fullorðnir og 1.500 nemendur (með jafnri dreifingu milli 10 og 19 ára aldurs) settir í rannsóknarhópa til að prófa líkan Neethlings. Hver einstaklingur var spurður spurningar með fjórum mögulegum svörum og þurfti svo að raða persónulegum hughneigðum sínum frá þeirri sterkustu til þeirrar daufustu.

 

Valkostirnir fyrir hverja spurningu byggðust á hugsana-ferlunum sem tilheyrðu hinum fjórum mismunandi fjórðungum. Neethling komst að því að hughneigðir féllu jafnt í fjóra hneigðarklasa sem svara til fjórðunganna fjögurra. Bæði gildi og áreiðanleikastig hvers fjórðungs reyndust vera yfir 0,80 - (Sjá samanburðarrannsókn NBI vs. MBTI)

 

Heilasniðið sem út úr þessu fékkst endurspeglar hughneigðir einstaklingsins. Þar eð við erum að fást við hneigð er mikilvægt að hafa í huga að það eru engin slæm eða röng snið. Heilasnið er lýsandi, fordómalaus greining þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þannig er í skýrslunni gefin lýsing á hughneigðum einstaklingsins og settar fram tillögur á grundvelli þeirra.

 

Hugsnið mælir hughneigðir en ekki færni eða getu til að framkvæma þær hneigðir. Það getur því verið að einstaklingur hafi mjög sterka hneigð til skipulags, áætlanagerðar og skipulagningar, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa færni í að gera áætlanir og skipuleggja. Ráðlegging í slíku tilviki væri að þar sem löngunin er til staðar, ætti að þroska færnina sem samsvarar þeirri löngun svo að viðkomandi geti orðið góður í tilteknu starfi.

 

Á hinn bóginn getur verið að einstaklingur hafi framúrskarandi færni sem bankamaður, en mjög litla hneigð (sem gæti leitt til höfnunar) til þeirra ferla sem tengjast starfinu. Einstaklingurinn hefði þannig ekki þann eldmóð og orku sem þyrfti til að vera ánægður og afkastamikill í bankaumhverfi.

bottom of page