top of page

HUGSNIÐ FRÁ NBI 

NBI greining fyrir fullorðna

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Íslensku, ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 20-30 mínútur fyrri báða hluta greiningarinnar.

 

Þetta mælitæki mælir hughneigðir. Þegar við fáum innsýn inn í hvernig við   hugsum verðum við meðvitaðri og næmari á hughneigðir annarra.

 

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru m.a. að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og taka skynsamlegar og rökréttar ákvarðanir. Taka betri ákvarðanir varðandi vinnu og starfsferil eða velja réttu námsleiðina getur leitt til uppbyggilegra og meira gefandi lífs og starfs.

 

Þar sem áhersla þessa NBI-sniðs er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. NBI® kemur með snið yfir hughneigð sem er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali einstaklingsins þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað.

 

Annar einstaklingur getur haft framúrskarandi færni til að vera bankamaður, en hefur mjög litla hneigð til ferla í því starfi. Þetta getur leitt af sér mikla gremju! Einstaklingurinn hefði þannig ekki þann áhuga og þá orku sem þarf til að vera ánægður og afkastamikill bankastarfsmaður.

 

Mannsheilinn skiptist í hugsanafjórðunga:

  • L1 (blár) - Greinandi og staðreyndamiðaður

  • L2 (grænn) - Skipulagður og ítarlegur

  • R2 (rauður) - Félagslyndur og næmur

  • R1 (gulur) - Ráðsnjall og óhefðbundinn

 

Hver þessara fjórðunga skiptist aftur í tvennt og fást þannig 8 víddir sem lýsa hughneigð einstaklingsins. Hugsniðið gefur vísbendingu um hvernig:

 

  • þú kemur fram við aðra

  • þú stundar viðskipti

  • þú átt samskipti

  • þú lærir

  • þú kennir

  • þú leysir vandamál

  • þú myndar tengsl

  • þú spilar íþrótt o.fl.

 

NBI kennara/þjálfara-mælitækið

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 20-30 mínútur fyrri báða hluta greiningarinnar.

 

NBI kennara/þjálfara-mælitækið er sérstök útgáfa af mælitækinu fyrir fullorðna. Áherslan er á hughneigðir í kennslu- og þjálfunarumhverfi. Hugsniðið og skýrslan eru skrifuð útfrá áherslu á kennara/þjálfarafærni.

 

NBI mælitæki yfir leiðtogastíl

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

Forystuhugsnið þitt veitir þér innsýn inn í leiðtogastíl þinn, þau atriði sem skipta þig miklu (en ekki endilega starfsmenn þína eða vinnufélaga) og jafnvel hvar gæti verið pláss fyrir framför!

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru m.a. að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og taka skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.

 

Þar sem áherslan er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. Forystusniðið er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali einstaklingsins þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þannig er í skýrslunni gefin lýsing á hughneigðum einstaklingsins og settar fram tillögur á grundvelli þeirra.

 

Forystusniðið mælir hughneigðir en ekki þá færni eða getu sem þarf til framkvæma þær hneigðir. Það getur þannig verið að einstaklingur hafi mjög sterka hneigð til skipulags, áætlanagerðar og skipulagningar, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa færni í að gera áætlanir og skipuleggja. Ráðlegging í slíku tilviki gæti verið að þar sem löngunin er til staðar, mætti að þroska þá færni sem samsvarar þeirri löngun svo að viðkomandi geti orðið góður í tilteknu starfi.

 

NBI-mælitæki yfir persónulega færni

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

Þetta mælitæki greinir færni einstaklings. Mögulega hefurðu öðlast færni á ákveðnu sviði sem segir í raun ekki til um hughneigð þína eða þú hefur mjög sterka hneigð á tilteknu sviði en hefur aldrei haft tækifæri til að þjálfa upp nauðsynlegri færni. Verið getur að færnisnið þitt sé frábrugðið hneigðasniði þínu.

 

Algengasta ástæðan fyrir því er að það að hafa hneigð til einhvers („hafa áhuga á einhverju“) þýðir ekki sjálfkrafa að maður hafir færni til að framkvæma þá hneigð eða láta hana njóta sín. Þú hrífst mögulega af söng en kannt ekki að syngja.

 

Hið gagnstæða á einnig stundum við. Maður getur haft framúrskarandi færni í bókhaldi en litla eða enga hneigð til að starfa sem bókari. Það er mjög erfitt að vinna af eldmóði og orku ef fylgnin milli hneigðasniðsins og færnisniðsins er lítil.

 

Hvers vegna þurfum við tvennskonar NBI - annað til að skoða hughneigðir og hitt til að meta færni? Manneskja getur vel haft hneigð til ákveðinna hluta án þess að geta klárað þá. T.d. getur einstaklingur haft mjög sterka hneigð til skipulags, áætlanagerðar og skipulagningar, en hafi aldrei fengið tækifæri til að þróa þessa færni.

 

 

NBI mælitækið yfir tengsl og samskipti á vinnustað

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Íslensku, ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

Tengslasniðið veitir innsýn inn í tengslastíl þinn og þau atriði sem skipta þig mikluog jafnvel hvar gæti verið pláss fyrir framför!

 

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru m.a. að mynda betri tengsl, taka virkari þátt og skynsamlegar og betri ákvarðanir.

 

Þar sem áherslan er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. NBI-tengslasniðið er lýsandi og hlutlæg greining á hugsanavali einstaklingsins þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þannig er í skýrslunni gefin lýsing á hughneigðum einstaklingsins og settar fram tillögur á grundvelli þeirra.

 

 

NBI-mælitækið yfir matarvenjur

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Íslensku, ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

NBI-matarvenjusniðið veitir innsýn inn í þyngdartapsstíl þinn, þau atriði sem skipta miklu og jafnvel hvar gæti verið pláss fyrir framför! Þar sem áherslan er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. NBI-matarvenjusniðið er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali þínu og gerir tillögur á grundvelli þeirra.

 

Sniðið mælir hughneigðir en ekki þá færni eða getu sem þarf til framkvæma þær hneigðir. Þannig getur verið að þú hafir mjög sterka hneigð til skipulags, áætlanagerðar og skipulagningar í þyngdartapsprógrammi en hafir aldrei haft tækifæri til að þróa færni í að gera áætlanir og skipuleggja það þannig að þú yrðir ánægður.

 

Ráðlegging í slíku tilviki væri að þar sem löngunin er til staðar, ætti að þróa þá færni sem samsvarar þeirri löngun svo að þú getir náð meiri árangri í að fylgja þyngdartaps-prógramminu sem þú hefur valið.

 

 

NBI-mælitæki yfir persónulega neikvæðni

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

NBI®-mælitækið yfir persónulega neikvæðni gefur góða innsýn í neikvæða hugsun. Það greinir þá ferla sem líklegastir eru til að kalla fram neikvæðni og geta aftrað manni frá því að upplifa hamingju og velgengni.

 

Staðlaða fullorðinssniðið (sem mælir hughneigðir) og persónulega neikvæðnisniðið líta ekki eins út. Reyndar muntu oft fá hátt neikvæðniskor í fjórðungi þar sem þú hefur lágar hughneigðir. Til dæmis gætirðu haft lága hughneigð fyrir smáatriðum, skipulagningu og formgerð (L2-fjórðungurinn). Þegar unnið er í umhverfi þar sem rík áhersla er lögð á þessa ferla er hægt að upplifað mikla neikvæðni gagnvart þeim ferlum og því verið hátt neikvæðniskor í þeim fjórðungi.

 

NBI-mælitækið yfir uppeldisstíl

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

Uppeldissniðið veitir innsýn í stíl þinn sem uppalanda; þau atriði sem skipta þig miklu (en ekki endilega barnið þitt eða maka!) og jafnvel hvar gæti verið pláss fyrir framför!

 

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru m.a. að mynda betri tengsl, taka virkari þátt í fjölskyldulífinu og skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.

 

Þar sem áherslan er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. NBI-uppalandasniðið er lýsandi og hlutlæg greining á hugsananavali einstaklingsins þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þannig er í skýrslunni gefin lýsing á hughneigðum einstaklingsins og settar fram tillögur á grundvelli þeirra.

 

NBI-fótboltamælitæki

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

Ert þú einstaklingur á leikvellinum eða spilarðu í liði? Skapar þú tækifærin og vendingarnar í leiknum? Ert þú sá sem getur stýrt öðrum vængnum og haldið uppi reglu á leikvellinum? Grípa þig sterkar tilfinningar á leikvellinum eða ertu alltaf yfirvegaður?

NBI®-fótboltamælitækið býr til snið af fótboltahuga þínum sem leikmanni. Það segir til um hvernig þú spilar og upplifir leikinn.

 

Með þessum mæli muntu:

 

  • Fá innsýn í hvernig þú ættir að nálgast og spila fótbolta

  • Ná meiri árangri

  • Skilja félaga þína betur

  • Þjálfa og þjálfast í því hvernig þú sjálf(ur) hugsar

  • Verða heildarhugs-fótboltaleikmaður

  • Þróa heildarhugs-leikáætlun á leikvellinum

 

 

NBI-golfmælir

Þessi greining er í boði á eftirtöldum tungumálum:

Ensku, hollensku, flæmsku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, dönsku, afríkönsku, indversku, rúmensku og frönsku fyrir Belgíu og portúgölsku fyrir Brasilíu.

 

Tími: 15-20 mínútur.

 

NBI-golfmælirinn greinir hughneigðir hins einstaka golfara. Þar eð við erum að fást við hneigðir er mikilvægt að hafa í huga að ekkert snið er betra en annað, en augljóslega segir tiltekið snið á ýmsan hátt til um hvernig þú spilar leikinn og þann árangur sem þú nærð. NBI-golfsniðið er lýsandi, fordómalaus greining. Í skýrslunni er gefin lýsing á einstökum hughneigðum og settar fram tillögur á grundvelli þeirra.

 

Það má vel vera að með því að taka upp aðrar aðferðir og hugsa öðruvísi um leikinn á ákveðnum tímapunkti gætirðu bætt frammistöðu þína og þar með lækkað forgjöfina!

 

FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR:


Heildarhugsun

Strandgötu 11

220 Hafnarfjörður

 

upplysingar@heildarhugsun.is

www.heildarhugsun.is

Sími: 777 9111

 

 

bottom of page