top of page

NBI-RÉTTINDI

Á leiðbeinendanámskeiði í heildarhugsun er áhersla lögð á að þátttakendur skilji og geti notað NBI®. Þjálfunin er að miklu leyti verkleg og að námskeiðinu loknu munu þátttakendur geta notfært sér hin ýmsu verkfæri, ásamt því að leiðbeina bæði börnum og fullorðnum.

 

Skilningur á hughneigð stuðlar að betri samskiptum innan fyrirtækisins og skiptir höfuðmáli á mörgum sviðum, s.s. þegar kemur að stefnumótun og markaðssetningu. Markmið þjálfunar í heildarhugsun er að gera viðkomandi kleift að nýta sér þau verkfæri sem felast í heildarhugsun og veita nauðsynlega ráðgjöf og stuðning.

 

Á námskeiðinu er kafað ítarlega ofan í ólíka fjórðunga heilans og kennd er sú tækni sem þarf til að huggreina aðra og veita ráðgjöf.

 

Námskeiðið er 16 klukkustundir.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Þriggja daga námskeið sem veita NBI-réttindi og fullan aðgang að öllum 17 verkfærum NBI.

2 SEPT

16 SEPT

Þriggja daga námskeið í Danmörku sem veita NBI-réttindi. Kennt er á ensku.

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING

Fyrir hverja?

 

Sem leiðbeinandi geturðu beitt hugsniðunum á einstaklinga, teymi, skólabekki eða hópa þegar þú vilt og með þeim hætti sem þú vilt. Þú öðlast einnig hæfni til að stýra upplýsingafundinum sjálf(ur) – með okkar aðstoð ef þörf krefur.

 

Ef þú ert sjálfstæður ráðgjafi, markþjálfi eða þjálfari er hugsniðið frábær viðbót við vöruúrval þitt. Sú sjálfsvitund sem hópurinn öðlast með því að mæla hugsniðið er góð upphitun fyrir hvers kyns þjálfun eða inngrip. Hún gefur þér líka færi á að sérsníða tímann í samræmi við hugsnið viðstaddra. Hún er gott tækifæri til að drýgja tekjurnar.

 

Fyrir þjálfara er hugsniðið góð leið til að hefja samræður. Þeir sem þekkja náttúrulegar hughneigðir sínar hafa betri skilning á því hvers vegna þeir lenda í vanda og hverju þeir laðast að. Sem þjálfari nærðu betur til þeirra með því að tala það mál sem þeir skija.

 

Fyrir stjórnendur liggja verðmætin í því að geta betur lagað sinn eigin stjórnunarstíl að starfsmönnum. Einnig geta þeir greint hugsnið starfsmanna og verk- og valddreift með skilvirkari hætti út frá hugsniðum hvers og eins.

Ávinningurinn

 

Þú kaupir snið frá Heildarhugsun á nafnverði. Þú færð þína eigin netsíðu þar sem þú getur haft umsjón með skjólstæðingum þínum, teiknað upp snið þeirra, teiknað upp hópsnið, teiknað upp tengd störf og mælt hæfni- og neikvæðnisnið.

 

Leiðbeinendur láta skjólstæðingum sínum í té notandanafn og lykilorð til að þeir geti skráð sig inn á NBI-síðuna og klárað NBI-greiningu á netinu.

 

Námskeiðið inniheldur

 

Á námskeiðinu er kafað ítarlega ofan í ólíka fjórðunga heilans og kennd er sú tækni sem þarf til að huggreina aðra og veita ráðgjöf.

 

Verð: 189.000,- Innifalið í verðinu er:

  • verkefnabók og æfingaefni

  • þín eigin netsíða þar sem þú getur
    haft umsjón með hugsniðum

  • fyrstu tíu hugsniðin sniðin þín
    að verðmæti 65.000,-

  • NBI-skírteini

  • léttar veitingar

  • aðstoð og uppfærslur í framtíðinni

Skráning á námskeið:


Fylltu út formið hér til hliðar
eða hringdu í síma 777 9111
og skráðu þig.

Þú getur einnig sent okkur fyrirspurn með forminu hér að neðan:

Þetta komst til skila!

bottom of page